Æfingar

Í þessum hluta fjöllum við um nokkrar gerðir æfinga fyrir líkama og sál. Jóga kemur upphaflega frá Indlandi og er tegund fornra andlegra æfinga sem auka liðleika og styrk. Kaflinn ,,Við tölvuna” fjallar um teygjuæfingar sem við getum notað til að fyrirbyggja þreytu og vöðvabólgu þegar við sitjum tímunum saman við tölvuna. Augnæfingar eru góðar fyrir þreytt augu og gjörhygli hjálpar okkur að lifa í núinu og vera meðvituð um það sem við erum að gera.