Hjólreiðar

Kostir þess að hjóla meira:

  1. Þeir sem hjóla til og frá vinnu eru oft búnir að fá dagsskammtinn af hreyfingu.
  2. Lækning við offitu og hreyfingarleysi.
  3. Ef þú hjólar daglega þá minnkar áhætta á ýmsa sjúkdóma eins og krabbamein, vöðva- og liðamótasjúkdóma, kransæðasjúkdóma, sykursýki og þunglyndi og að sjálfsögðu aukast líkur á langlífi.
  4. Þú getur sparað þér, vinnustaðnum og samfélaginu mikinn pening á því að hjóla vegna þess að það eru minni líkur á alvarlegum sjúkdómum, minnkar slys og fækkar veikindadögum. Þar að auki spararðu mikið í eldneytiskostnað, bílastæðagjöld og fleira.
  5. Það er sama og engin kostnaður á að vera á hjóli samanborið við bifreið.
  6. Hjól menga ekki, það er engin hávaði og hjól þurfa mun minna pláss en bílar.
  7. Hjólreiðamenn anda að sér mun minni mengun en bílstjórar á bílum jafnvel þó þeir séu á akbrautinni (skv.ESB rannsókn)
  8. Eftir því sem fleiri hjóla því minni verður umferðarþungi.
  9. Útsýnið frábært og góður tími til að njóta náttúru.
  10. Eftir því sem við hjólum meira þá verður samfélagið okkar skemmtilegra, fallegra, rólegra og barnvænna.

Heimildir
Valitor. Hjólað í vinnuna. Sótt 23. mars 2013, af: http://www.hjoladivinnuna.is/pages/42
Free Wallpapers. Bicycling on beach. Sótt 23. mars 2013 af: http://fwallpapers.com/view/bicycling-beach