Sund

Sund er mjög heilsubætandi, ódýrt að stunda og mjög fjölskylduvænt. Sund er vinsælasta og útbreiddasta íþróttin fyrir alla fjölskylduna hér á landi. Fólk fer í sundlaugarnar af mörgum ástæðum: Til að synda og hreyfa sig, til að slaka á og að sækja sér félagsskap og hitta fólk. Sundkennsla er skyldugrein í öllum skólum og eiga því allir að vera vel syndir í lok grunnskólans.

Sundið sem heilsubót hentar öllum og sérstaklega þeim sem eiga á einhvern hátt erfitt með að hreyfa sig t.d. fatlaðir á einhvern hátt, feitir , stirðir og gamlir. Það eru margir sem eiga erfitt með að hreyfa sig, sem eiga mjög auðvelt með það  í vatni og það er vegna þess að þyngdin verður 1/6 þegar maðurinn er kominn í vatnið. Ef maður er 65 kg verður hann 9 kg þegar hann er kominn í vatnið. Vatnið veitir mótstöðu þegar maður hreyfir sig og kemur því í veg fyrir allar snöggar hreyfingar og snöggt álag og minnkar því margfalt áhættu á meiðslum. Ef við hreyfum okkur hratt í vatninu verður meira álag á vöðvana og því getur hver og einn ráðið sínum hraða og álagi.

Ef  við förum í sund og syndum þrisvar sinnum í viku, skilar það sér fljótt í bættri líðan og bættri heilsu. Þegar við byrjum að æfa sundið, þá þurfum við eins og í öðrum íþróttum að passa okkur að fara ekki of geyst af stað. Það er gott að byrja bara á að synda 200 m og teygja svo á eftir í heitum potti, við aukum svo smátt og smátt þangað til að við erum farin að synda 500-1000 m eða í um 15-30 mín og þá erum við komin með ágætis grunnþol. Og ef við ætlum að auka þolið enn meira þá aukum við samkvæmt því. Gott er t.d.  ef við syndum 600 m að synda 200 rólega til þess að hita upp, synda svo 200 rösklega og svo 200 síðust í rólegheitum.

Heimildir
Heilsuhringurinn. Auðunn Eiríksson. (1993). Sund er hollt, heilsa og hreyfing.  Sótt 17 mars af: http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=388:sund-er-hollt&catid=5:greinar&Itemid=18
Kópavogsbær. (Maí 2011). Lengri opnunartímar í sundlaugum Kópavogs. Sótt 17 mars 2013 af: http://www.kopavogur.is/stjornsyslan/frettir-og-utgefid-efni/frettir/nr/2899
Ready Colorado. (Júní 2012). Safe swimming. Sótt 22. mars 2013 af http://www.readycolorado.com/2012/06/safe-swimming/