Hugleiðsla

Hugleiðsla
Finndu þér rólegan stað og komdu þér vel fyrir, lokaðu augunum og dragðu andann djúpt inn og andaðu rólega frá þér

Kjarninn
Hugsaðu innávið… finndu fyrir kjarnanum… hvernig lítur hann út… hvernig er hann á litinn… hvernig áferð hefur hann…vertu á þessum stað… í kjarnanum… og finndu hvernig þér líður… ef að hugsannir koma til þín skaltu leyfa þeim að koma og finndu fyrir þeim og slepptu þeim síðan… þegar þú kemur til baka skaltu ímynda þér að þú skríðir inn í dúnmjúkan svefnpoka… rennir upp og leggst niður og hvílir þig… þú ert endurnærð/ur og full/ur af kærleika, frið og ró.

Vernd
Hugsaðu þér að þú sért inn í kúlu sem er silfurlituð og með bláum ljóma,  þú skalt biðja um að engu sé hleypt inn sem er ekki gott… finndu hvernig þú verður ósýnileg/ur fyrir öllu sem er ekki gott… þú skalt segja (jafnvel upphátt ef hægt er) ég er vernduð/aður!  (Þannig er hægt að biðja um vernd fyrir fleiri en sjálfan þig og hluti líka eins og t.d. húsið þitt)

Hamingja
Hugsaðu um tímabil í lífi þínu þar sem þú upplifðir mikla hamingju og gleði… reyndu að fara aftur til þess tíma í huganum… þú skalt endurupplifa þessar jákvæðu tilfinningar í 30 sek til 5 mín… leyfa þeim að magnast innra með þér… þú finnur fyrir hamingju, ró og frið.

 

Heimildir
Dr.Tal Ben-Shahar. Meiri Hamingja. (2009). (Karl ágúst Úlfsson þýddi). Garðabær: Undur og stórmerki.
Orkulind. Stuttar hugleiðslur. Sótt 23 mars af:http://www.orkulind.is/hugleidsla/stuttar_hugleidslur/