Hvíld

Góð hvíld eða góður svefn er ákaflega mikilvægur grunnur fyrir andlega og líkamlega vellíðan eitt af því mikilvægasta fyrir okkur mannfólkið.  Ónógur svefn hefur áhrif á hæfni í leik og í starfi.  Þeir sem fá nægan svefn eru betur í stakk búnir til þess að taka á móti og læra eitthvað nýtt (nemendur, börnin okkar).  Nægur svefn auðveldar fólki að eiga samskipti við aðra og það á við um börnin okkar líka. Sem dæmi má taka að barn sem er 7-11 ára gamalt þarf 10 k.l.s.t svefn til þess að vera vel tilbúin til að takast á við daginn og fullorðnir þurfa flestir 7-8 k.l.s.t.  Ef að svefninn raskast verulega getur eitt og annað farið að hrjá okkur og við getum lent í miklum vandræðum og vítahring,  sem getur tekið langan tíma og getur verið mjög erfitt að koma sér út úr.  Ef að fólk á erfitt með svefn, þá er nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum strax.

Góð ráð til þess að koma svefni í lag

 • Koma reglu á svefninn, þ.e fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma alla daga helst á frídögum líka.
 • Ef það þarf að snúa sólahringnum við þá smá saman að laga svefntímann með því að fara alltaf að sofa 15 mín fyrr og vakna 15 mín fyrr þangað til að við erum komin á réttan tíma. 
 • Ekki að leggja sig á daginn, því það gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að sofna á kvöldin.
 • Ef að fólk verður þreytt yfir daginn að gera þá eitthvað sem krefst orku eins og að fara út og ganga rösklega eða að fara að taka til í húsinu.
 • Fá sér góð myrkvunartjöld ef að birta heldur fyrir vöku og eyrnatappa ef að einhver hljóð halda fyrir vöku.
 • Forðast ljós frá tölvu eða sjónvarpi rétt fyrir svefninn en þau hafa örvandi áhrif á mann.
 • Nota dauf ljós við lestur á kvöldin.
 • Sleppa því að kveikja ljós ef við þurfum að fara á klósettið á nóttunni.
 • Athugið að við eyðum ca. 20 árum ævinnar í svefn og þá þurfum við að eiga mjög gott rúm þannig að við vöknum ekki stirð og stíf á morgnana.
 • Nota skal rúmið eingöngu fyrir svefn og kynlíf ef stemming er fyrir slíku en það hefur mjög góð áhrif á svefninn og getur hjálpað mikið.
 • Gott er að hafa það í huga að heilbrigði og hreyfing gefur yfirleitt betri svefn þannig að hreyfing á hverjum degi gerir mikið fyrir mann.
 • Eyða meiri tíma utandyra, fá meira ferskt loft og sól ef hún er í boði.
 • Gott er að finna leiðir sem vinna á streitu og leggja stund á það eins og: Jóga, hugleiðslu, slökun, íhugun, öndunaræfingar og annað sem kemur ró á hugann.
 • Ekki borða allskonar gúmmelaði á kvöldin, fá sér heldur ávöxt ef það er þörf fyrir að borða.
 • Ef þú upplifir andvökunótt, ekki að liggja og bylta þér í rúminu heldur standa upp fá þér kamillute með hunangi eða flóaða mjólk og finna þér eitthvað til að dunda.
 • Ef stanslausar hugsanir sækja að, skrifa þær niður á blað og geyma til næsta dags.

Heimildir:
Attavitin og total ráðgjöf. (Maí 2012). Erfiðleikar með svefn. Sótt 15 mars 2013 af:  http://www.attavitinn.is/heilsa-og-utlit/gedheilsa/likamleg-heilsa/erfidleikar-med-svefn
6H Heilsunnar. (janúar 2007). Hvíld og hamingja. Sótt 15 mars 2013 af: http://innri.heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2499
Hjartalíf.is-vegvísir um hjartað. (desember 2012). Hvíld og svefn. Sótt 15 mars af: http://hjartalif.is/20121211