Jarðtenging

Jarðtenging er leið til þess að gera þig staðfastan og öruggan og hana er hægt að gera og nota hvar og hvenær sem er. Þessi aðferð er sérstaklega góð ef þú ert að fara að takast á við eitthvað erfitt verkefni sem þarf mikla einbeitingu. Þessa aðferð má nota og endurtaka að vild.

Hérna eru tvær leiðir til að jarðtengja þig

  • Þú hugsar þér silfurstreng sem gengur niður í gegnum mænurótina og beint niður í jörðina.  Þá hugsar þú þér að strengurinn festist ofan í jörðinni með ankeri.
  • Við hugsum okkur að mænurótin fari niður í fæturna og finnum vel fyrir fótunum, við finnum hvernig mænurótin fer í gegnum iljarnar og ofan í jörðina eins og trjárætur.  Þú ímyndar þér að þú sökkvir ofan í jörðina og verður eins og gamalt rótfast tré.

Heimildir
Lífsafl. Jarðtenging. Sótt 18 mars 2013 af: http://www.lifsafl.is/index.php?option=com_content&view=article&id=21&Itemid=32