Matur og drykkur

Fjölbreytt og holl fæða sem inniheldur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Mikilvægt er að velja fæðutegundir sem eru ríkar af næringarefnum og leggja áherslu á neyslu á grænmeti og ávöxtum, grófu kornmeti, fiski, kjöti og góðri olíu. Því minna sem matvælin eru unnin, því hollari eru þau.  Gosdrykkir og sælgæti innihalda sykur sem gerir okkur ekkert gott. Íslendingum er ráðlagt að taka aukalega D-vítamín á veturnar þegar sólarinnar nýtur lítið við. Jafnvægi verður að ríkja á milli fæðutegundanna til að hollustan nýtist okkur sem best. Ítarlegar leiðbeiningar um mataræði má til dæmis finna á vefsíðu Landlæknis á slóðinni http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11479/mataraedi-lowres.pdf