Hollt mataræði

Einföld ráð til að halda sig við hollt mataræði

1. Borðaðu alvöru, óunnin mat sem þér finnst góður!
Þetta er engin fórn. Borðaðu það sem þér finnst gott, þú árokar ekki neinu með því að pína ofan í þig einhverju sem þér líkar ekki. Það endist enginn í því sem honum finnst leiðinlegt eða vont til lengdar. Finndu það sem þér finnst gott og er hrein og óunnin matvara og borðaðu hana. Það gæti tekið smá tíma að finna það út en er alveg þess virði. Hér eru nokkur atriði sem er hollt og gott að borða reglulega: Pistasíur, kjúklingur, egg , harðfiskur, lífrænt hnetusmjör, gulrætur, jarðaber, bláber, melónur. Gott að hafa bak við eyrað: Kaupa óunninn ferskan mat, sleppa við það sem er í kössum eða boxum, er löðrandi í sósu eða djúpsteikt.

2. Byrjaðu rólega
Taktu lítil skref með því að bæta mataræðið þitt. Gott er að byrja á að taka það út sem er fljótandi eins og sykraða gosdrykki, sykraða ávaxtasafa og setja í staðinn sykurlausar viðbætur eða einfaldlega gamla góða vatnið. Aðeins meira grænmeti á diskinn og örlítið minni sósu til að byrja með. Þú skilur hvað ég meina. Ekki gleypa heiminn í einum bita.

3. Fylgstu með hindrununum og skipuleggðu þig
Afmæli, matarboð, veislur. Taktu eitthvað með þér ef þú ert tilbúin að leggja virkilega á þig. Raunhæfara er samt að kunna sér hóf og velja úr það sem er hollara og með færri hitaeiningum. Fá sér bara eina tertusneið í eftirrétt í staðin fyrir fjórar tertusneiðar og eina flatkökubrauðsneið með hangikjöti svona með. Þessi dagar eru undantekningin en ekki reglan. Þeir gera lítið svo lengi sem þeir eru bara undantekningin. Gott er líka að æfa sig á þessum dögum til að nota orkuefnin sem þú færð úr matnum!

 4. Láttu einhvern vita
Að hafa móralskan stuðning er mikilvægt fáðu einhvern með þér í þessa lífsstílsbreytingu. Láttu þá sem standa þér næst vita og fáðu þá til að vera með í því sem þú ert að gera. Það er erfiðara að taka skrefin einn.

5. Svindlaðu ÁN ÞESS að fá samviskubit
Láttu ekki samviskubitið skemma fyrir þér því það er aðalástæðan fyrir að fólk hættir. Því finnst það hafa klúðrað hlutunum ef það svindlar og tilgangurinn sé því farinn. Það er eðlilegt að fara út af sporinu. Ekki falla fyrir þessu samviskutrikki. Aldrei er hægt að fara eftir einhverju alveg gjörsamlega. Hver hefur ekki gleymt að sækja fötin í hreinsun, fara út í búð á leiðinni heim og kaupa mjólk. Þetta gerist á bestu bæjum og ef við ákveðum að þeir séu eðlilegur hluti af lífinu þá er ekkert mál að halda áfram. Ef þú átt erfitt með að fylgja prógramminu getur þú leyft þér að svindla viljandi 1-2 sinnum í viku en þá er lykillinn að borða lítið af „svindlinu“ og njóta þess. 

Heimild
Heilsuræktarvefurinn Púlsþjálfun. Sótt 17. mars 2013 af: http://pulsthjalfun.is/