Te

Te flokkar og heilsuáhrif tes
Til þess að hressa sig við að morgni og róa sig niður að kvöldi er te vel til þess fallið. Til er aragrúi afbrigða og bragðtegunda og er það hitaeininga- og aukaefnalaust. Kemur það ekki á óvart að te er vinsælasti drykkurinn á jörðinni á eftir vatninu. Munum við tala hér á eftir um nokkrar tegundir af tei eins og hvítt-, svart-, og grænt te.

Hvítt te
Hvítt te er unnið úr yngstu og fíngerðustu telaufunum. Hvíta teið er minnst unnið af öllum tetegundunum og eru viðkvæm laufin sem unnin eru af runnanum Camelia Sinesis einungis sett í gufu og þurrkuð. Hafa rannsóknir leitt það í ljós að vegna þess hve lítið hvíta teið er unnið innihaldi það mun meira af andoxunarefnum en svart- og grænt te. Á vorin áður en laufin ná fullum þroska eru þau tínd, síðan sett í gufu og að endingu þurrkuð. Liturinn á teinu er fölgrænn, bragðið milt og aðeins ávaxtakryddað. Sagt er að það styrki ónæmiskerfið, bein og tennur, hamli sýkingum, lækki blóðþrýsting og sé alveg einstaklega gott fyrir húðina.

Svart te
Svart te er 90% af öllu því tei sem drukkið er í hinum vestræna heimi. Bretar eru þeir sem drekka einna helst þessi te. Yfirleitt eru svört te koffeinríkari en önnur te. Hafa mikla fyllingu, sterkara bragð og kröftugt grunnbragð eru einkenni þeirra. Gott er að drekka þau með hunangi, sykri og mjólk. Kaffi inniheldur helmingi meira koffein en svart te. 

Grænt te
Það er nú vísindalega sannað að grænt te virkar fyrirbyggjandi gegn ýmsum sjúkdómum. Grænt te er ekki gerjað og er auðugt af ýmsum vítamínum og steinefnum, svo sem A, B1, C, kalki, járni og fleira. Grænt te er svo C vítamínríkt að tveir bollar jafngilda stóru glasi af hreinum appelsínusafa. Það er gott fyrir húðina, ver gegn tannskemmdum, talið gott við æðaþrengslum og háum blóðþrýstingi. Mjög auðugt af andoxunarefnum, ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun, talið hefta útbreiðslu krabbameinsfruma, lækkar blóðþrýsting, heldur blóðsykursmagni stöðugu og dregur úr líkum á blóðtappa. Einnig talið hjálpa til við að lækna flensu og matareitrun.

Heimildir:
Health benefits of green tea. Sótt 20.mars af: http://theorganicbeauty.files.wordpress.com/2013/02/health_benefits_of_green_tea_1981_15_c.png
Te og kaffi. Sótt 20.mars af: http://teogkaffi.is/