Punktanudd fyrir andlit og hársvörð

[youtube]http://youtu.be/n1INyQHRkW0[/youtube]

Punktanudd – andlit
1.    Þrýsta með fingurgómum löngutangar á milli augabrúna, þrír punktar upp enni að hársrót. Frá miðri augabrún, þrír punktar upp enni að hársrót. Við enda augabrúnar, þrír punktar upp að hársrót
2.    Með vísfingri og þumalfingri er klipið létt meðfram augabrún, fjögur klíp. Endurtekið 3x
3.    Þrýst frá nefi undir augu, fjórir punktar að gagnauga. Endurtekið 3x
4.    Frá nefrót er þrýst á sex punkta undir og meðfram kinnbeininu þangað sem kjálki og kinnbein mætast. Endurtekið 3x
5.    Undir miðnesi er þrýst á fjóra punkta meðfram efrivör að munnvikum. Edurtekið 3x
6.    Undir miðri neðrivör er þrýst með báðum fingrum niður miðja höku, þrír punktar. Endurtekið 3x
7.    Frá miðri höku eru kjálkarnir klipnir með báðum höndum, átta klíp að eyra
8.    Togað létt í eyrnasneplana 3-4x og síðan klipið upp eyrað og niður aftur. Togað aftur létt í eyrnasneplana

Punktanudd – hársvörður
1.    Punkta frá enni að hvirfli, fimm punktar
2.    Rennt til baka og endurtekið
3.    Sikksakkað með fingrum frá hárlínu að hvirfli, fram og til baka. 3x
4.    Hársvörður nuddaður með öllum fingrum vinstra og hægra megin samtímis
5.    Nuddað vinstra megin frá eyra og upp að hvirfli. 3x.  Eins hinu megin
6.    Tyggivöðvinn nuddaður sitt hvoru megin
7.    Togað létt í hárið og sleppt svo rólega og nuddið endar

Heiðdís Steinsdóttir.