Ilmolíur

Ilmolíufræði eða aromatherapy á sér mörg þúsund ára gamla sögu. Ilmolíur voru notaðar í lækningaskyni af Grikkjum og Rómverjum. Einnig voru þær notaðar í Kína, Indlandi og í Egyptalandi til forna. Ilmolíur geta haft áhrif á geð og heilsu. Nuddarar nota gjarnan ilmolíur í meðferðum sínum, en einnig er hægt að nota ilmolíur sjálfur heima. Ilmolíum er blandað í grunnolíur (oftast grænmetisolíur) og þær bornar á húðina með nuddi. Einnig má nota þær til innöndunar með því að setja þær í skál yfir kertaloga eða setja þær í klút eða á koddann. Einnig eru til sérstök ilmdreifitæki.  Ilmolíum má einnig blanda út í baðvatn eða setja þær út í krem.

Gott er að hafa varann á við notkun ilmolía og gera ofnæmispróf áður en olían er notuð. Það er gert með því að blanda olíuna út í grænmetisolíu og setja nokkra dropa á húðina og svo er plástur settur yfir. Þetta er látið vera á húðinni í sólarhring og ef það koma engin ofnæmisviðbrögð er öruggt að nota olíuna. Ilmolíur skal ekki nota til innvortis inntöku. Barnshafandi konur þurfa að fá faglegar ráðlegginar áður en þær nota ilmolíur og þurfa sérstaklega að varast olíurnar juniper, rosemary, wintergreen, basil, thyme, clary sage, mugvort, pennyroyal sage og calamus.

Bergamot oil
Slakandi og róandi. Það eru sérstakir flavanóvar í Bergamot olíunni sem er virka eins og lyf. Þeir róa taugarnar og draga úr taugaspennu, kvíða og streitu svo eitthvað sé nefnt. Hjálpar það við að lækna lasleika í tenglum við streitu svo sem svefnleysi, háan blóðþrýsting og öran hjartslátt.

Lavender
Jafnar, slakar og róar. Er góð fyrir börn og ófrískar konur. Einnig er hún góð á brunasár. Er góð leið til að nota heima til að hafa áhrif á taugakerfið, hvort það er til þess að örva eða róa. Til að setja út í baðvatnið eru 5-10 dropar af hreinum ilmkjarnaolíum blandað út í baðvatnið. Gott að setja út í skál af heitu vatni rétt áður en fara á í gufuna. Handklæði sett yfir höfuðið og andað að sér í ca 5-10 mínútur. Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og draga djúpt að sér andann. Efnin fara beint í slímhúðina í nefinu og virka strax. Einn til tveir dropar á koddann fyrir svefninn hjálpar fólki að slaka á.

 

Heimildir
AromaWeb. Sótt 15.mars 2013 af:http://www.aromaweb.com/
Heilsusíðan. Í tengslum við náttúruna. Sótt 15.mars 2013 af: http://www.heilsusidan.is/Ilmol%C3%ADume%C3%B0fer%C3%B0