Slökun

Hvað gerist í líkamanum okkar þegar við slökum á?

Hvernig er árangur slökunar mældur?

Það koma fram fimm lífeðlislegar breytingar þegar við slökum á:

  1. Vöðvaspenna minnkar
  2. Dregur úr verkjum og sársauka í vöðvum
  3. Gefur góða hvíld og er mjög endurnærandi
  4. Sársaukaþol eykst
  5. Minnkar kvíða og gefur fólki betra andlegt jafnvægi
  6. Getur aukið líkamlega færni á ýmsum sviðum eins og t.d. að stjórna spennu hjá  íþróttamönnum og hjálpa þeim að ná betri árangri. En bæði of lítil spenna og of mikil draga úr árangri.

Það má líkja slökun við vatnskassa í bíl, en við þurfum öll okkar innbyggða kælikerfi (slökun). þ.e.a.s  ef það er ekki til staðar að þá brennum við yfir alveg eins og bíllinn myndi gera ef að vatnskassinn væri fjarlægður eða myndi bila. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slökun jafnvægisstillir blóðþrýsting, lækkar sýrustig ( í munni og maga), eykur framleiðslu vaxtarhormóna (sem hjálpar líkamanum að græða sig hraðar) og svo eykur slökun blóðflæði um svæði sem hefur myndast spenna. Djúp slökun getur haft mjög mikil áhrif og hjálpað til við að lækna marga af þeim kvillum sem hrjáir fólk í nútíma samfélagi. Þeir sem nota slökun daglega finna fyrir því hversu auðvelt er að takast á við amstur dagsins og hafa mun meiri orku. Þeir hafa fullann vatnstank og jafnvel aukatank til að keyra á. Guðjón Bergmann (Þú ert það sem þú hugsar).

Slökunaraðferðir
Við þurfum að vera meðvituð um andardrátt okkar og þá sérstaklega í aðstæðum sem valda streitu og kvíða. Ef við erum spennt að þá eykst andardrátturinn og verður grunnur og þar af leiðandi höfum við minni orku, athygli og einbeitingu.  Þegar við  komumst í þannig ástand þurfum  við að finna það og draga andann meðvitað hægar. Anda djúpt tvisvar, þrisvar eða fjórum sinnum og við finnum strax hvernig streitan og spennan líður burt.

Komdu þér í rólegt ástand með því að anda djúpt og rólega í gegnum munninn eða nefið, þegar þú ert búin að fylla kviðarholið, þá skaltu anda frá þér annað hvort í gegnum munn eða nef. Hugsaðu um hvern líkamspart fyrir sig og athugaðu hvort þú finnir spennu einhversstaðar og ef að hún er til staðar, þá skaltu beina andardrættinum þangað og slaka á. Einbeittu þér að andardrættinum í að minnsta kosti í fimm mínútur.

Einbeittu þér að andardrættinum og hugsaðu þér einhverja jákvæða tilfinningu. Þú getur hugsað þér einhverja stund sem þú varst sérstaklega hamingjusamur. Í 30sek. til fimm mín. skaltu leyfa þér að upplifa þessa tilfinningu og leyfa þeim að magnast innra með þér og einbeita þér að andardrættinum í leiðinni.

Heimildir
Dr.Tal Ben-Shahar. Meiri Hamingja. (2009). (Karl ágúst Úlfsson þýddi). Garðabær: Undur og stórmerki.
Guðjón Bergmann. (2007). Þú ert það sem þú hugsar. Gutenberg: Hanuman ehf.Lindsay Wagner og Robert M. Klein.(1992) Ný fegurð – Andlitslyfting með punktaþrýstingi. (Guðrún Þórarinsdóttir þýddi). Reykjavík: Fjölva útgáfa.
Persóna.is. (2004). Hvað er streita? Sótt 24 mars 2013 af: http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=25&pid=31