Um námskeiðið

Innihald
Námskeiðið okkar ber heitið ,,Láttu þér líða vel’’ og eins og nafnið gefur til kynna munum við koma með ýmis ráð, fræðslu og kennslu í aðferðum sem stuðla að vellíðan og slökun. Þetta eru allt aðferðir sem hægt er að nota hvar og hvenær sem er, með litlum sem engum tilkostnaði og áhersla lögð á að þær séu notendavænar og taki skamman tíma. Við fjöllum meðal annars um jóga, teygjuæfingar, gjörhygli, nudd, hreyfingu og mataræði.