Verkefni

Í þessum áfanga eru eftirtalin verkefni:

3 heilsuvikur – einstaklingsverkefni
Veldu þér eina aðferð fyrir hverja heilsuviku. Kynntu þér aðferðina ítarlega með því að afla þér heimilda.  Notaðu þessa aðferð daglega í heila viku og skráðu andlega og líkamlega líðan þína í dagbók. Í lok vikunnar skaltu skrifa greinagerð um aðferðina og hvaða áhrif hún hafði á þig. Hver greinargerð á að vera 1000 orð og skal innihalda gagnrýna umfjöllun um aðferðina, þína upplifun, kosti og galla og heimildaskrá með að minnsta kosti tveimur heimildum.
Hver vika gildir 10% og til mats er greinagerðin og dagbókin.

Kynning – hópverkefni
Kynningin er lokaverkefni áfangans og er unnið í 3-4 manna hópum. Hver hópur velur sér eina eða fleiri aðferðir til rannsóknar sem þeir svo miðla til samnemenda sinna. Hér sjáum við fyrir okkur að miðlunin geti meðal annars falið í sér kennslu á ákveðinni jóga æfingu eða hugleiðslu. Kynningin skal vera um það bil 15 mínútur og tekið verður tillit til frumleika framsetningarinnar og innihalds.
Lokaverkefnið gildir 40% 

Símat
30% af lokamati er símat. Þar tekið tillit til vinnu nemenda í kennslustundum, þátttöku í umræðum og verklegum æfingum.