Áhrif lita

Rauður 

Rauður er litur elds og blóðs, og er því tengdur við orku, stríð, hættu, völd, staðfestu sem og ástríðu, þrá og ást.

Tilfinningalega séð er rauður mjög sterkur litur. Hann styrkir efnaskipti manna, eykur andardrátt og hækkar blóðþrýsting. Hann er mjög sýnilegur sem er ástæðan fyrir því að stöðvunarskyldumerki, umferðarljós og slökkvitæki eru yfirleitt rauðlituð.  Í skjaldarmerkjafræði er rauður notaður til að gefa hugrekki til kynna. Þennan lit er að finna á mörgum þjóðfánum.

Rauður færir texta og myndir í forgrunn. Notið hann sem áherslulit til að hvetja fólk til að taka skjótar ákvarðanir; hann er fullkominn í „kauptu núna“ eða „ýttu hér“ takka á internet borðum og heimasíðum.  Í auglýsingum er rauður oft notaður til að vekja upp kynörvandi tilfinningar (rauðar varir, rauðar neglur, rauða torgið, „stúlkan í rauðu“, o.s.frv.). Rauður er víðs vegar notaður til að gefa til kynna hættu (háspennu skylti, umferðarljós).  Þessi litur er einnig venjulega tengdur við orku, þannig að hægt er að nota hann við kynningu á orkudrykkjum, leikjum, bílum, íþróttavörum og líkamsrækt.

Ljósrauður stendur fyrir gleði, kynferði, þrá, tilfinningarnæmi og ást.
Bleikur táknar rómantík, ást og vinskap.  Hann gefur til kynna kvennlega eiginleika og hlutleysi.
Dökkrauður er tengdur við þrótt, viljastyrk, bræði, reiði, forystuhæfileika, hugrekki, löngun, illgirni og heift.
Brúnn gefur til kynna stöðugleika og karlmannlega eiginleika.
Rauðbrúnn er tengdur uppskeru og hausts.

Appelsínugulur

Appelsínugulur sameinar orku rauðs og hamingju guls. Hann er tengdur gleði, sólskini og hitabeltinu. Appelsínugulur stendur fyrir ákafa, hrifningu, hamingjusemi, sköpunargleði, staðfestu, aðdráttarafli, árangri, hvatningu og örvun.

Fyrir mannsaugað er appelsínugulur mjög heitur litur og gefur því frá sér hitatilfinningu. Samt sem áður er appelsínugulur ekki eins ágengur og rauður. Appelsínugulur eykur blóðflæði til heilans, skapar hressandi áhrif of örvar andlega starfsemi. Hann er í mikklum metum meðal ungs fólks. Sem aldin litur er appelsínugulur oft tengdur hollu fæði og örvar matarlist. Appelsínugulur er litur hausts og uppskeru. Í skjaldarmerkjafræði er appelsínugulur táknrænn fyrir styrk og þrek.

Appelsínugulur er mjög sýnilegur þannig þú getur notað hann til að fanga athygli og undirstrika mikilvægustu atriðin í hönnun þinni. Appelsínugulur er mjög árangursríkur í að kynna matarafurðir og leikföng

Dökk-appelsínugulur getur þýtt svik og tortryggni.
Rauðgulur samsvarar þrá, kynferðislega ástríðu, nautn, yfirráð, árásarhneigð og vilja til aðgerða.
Gulllitur vekur upp upphefðartilfinningar. Gulllitur merkir oft lýsingu, vísidám og auðæfi.  Gullitur táknar oft há gæði.

Gulur

Gulur er litur sólskinsins. Hann er tengdur við gleði, hamingju, gáfur og orku.

Gulur skapar yljandi áhrif, vekur upp glaðværð, örvar andlega starfsemi og myndar vöðvaorku. Gulur er oft tengdur við matvæli.   Bjartur og hreinn gulur vekur athyggli sem er ástæða þess að leigubílar eru þannig á litinn. Ef ofnotaður getur gulur haft truflandi áhrif; Það eru til dæmi um að börn gráti meira í gulum herbergjum. Gulur er sést á undan öðrum litum þegar hann er settur gagnvart svörtum; þessi samtenging er oft notuð til aðvörunar. Í skjaldarmerkjafræði gefur gulur til kynna heiður og hollustu. Seinna meir var merking guls tengd hugleysi.

Notaðu gulann til að vekja upp notalegar og glaðværar tilfinningar. Þú getur valið gulann til að kynna barnavörur og hluti tengdum tómstundum. Gulur er mjög áhrifamikill til þess að draga að athyggli svo hann ber að nota til að undirstrika mikilvægustu einkenni hönnunar þinnar. Karlmenn sjá gulann oft sem mjög léttlyndan og barnalegan lit þannig að hann er ekki ætlaður til þess að selja virðingarmiklar eða dýrar vörur fyrir karla – það mun enginn kaupa gul jakkaföt eða gulann Mercedes bíl. Gulur er óstöðugur og ófyrirsjáanlegur litur svo varast skal að nota hann til að gefa til kynna stöðugleika eða öryggi. Ljósgulur á það til að hverfa inn í hvítann svo að það krefst yfirleitt dökks litar að draga hann fram. Gulir skuggar eru óaðalandi vegna þess að þeir missa glaðværðina og verða subbulegir.

Dauf- (subbulegur) gulur táknar aðgát, hnignun, veikindi og öfund.
Ljósgulur er tengdur við gáfur, ferskleika og gleði.

GrænnGrænn er litur náttúrunnar.   Hann táknar vöxt, samræmi, ferskleika og frjósemi. Gænn hefur sterka samsvörun við öryggi.   Dökkgrænn er einnig yfirleitt tengdur við peninga.

Grænn hefur mikinn heilunarkraft.   Hann er sá litur sem er hvað mest róandi fyrir mannsaugað; hann getur bætt sjónina. Grænn gefur til kynna stöðugleika og úthald.   Stundum getur grænn merkt skort á reynslu; til dæmis merkir orðið „grænjaxl“ byrjanda. Í skjaldarmerkjafræði merkir grænn vöxt og von. Grænn, ólíkt rauðum, þýðir öryggi; hann er liturinn sem merkir örugga ferð í gegnum umferð.

Notaðu grænann til að gefa til kynna öryggi í auglýsingum á lyfjum og öðrum lyfjavörum. Grænn tengist beint við náttúruna þannig að þú getur notað hann til að kynna „grænar“ (þ.e. umhverfisvænar) vörur. Daufari og/eða dekkri grænn er yfirleitt tengdur við peninga, viðskiptaheiminn, bankastarfsemi og kauphöllina.

Dökkgrænn er tengdur við metnað, græðgi og öfund.
Gulgrænn getur merkt veikindi, hugleysi, ágreining og öfund.
Blágrænn (aqua) er tengdur við tilfinningarlega heilun og vernd.
Ólífugrænn er hinn hefðbundni litur friðar.

Blár

Blár er litur hafsins og himinsins. Hann er oft tengdur við dýpt og stöðugleika. Hann merkir traust, hollustu, vísidóm, sjálfstraust, gáfur, trú, sannleika og himininn.

Blár er talinn vera hug og líkama til góðs. Hann hægir á efnaskiptum mannsíkamans og kallar fram róandi áhrif. Blár er sterklega tengdur kyrrð og rólyndi. Í skjaldarmerkjafræði er blár notaður til að merkja guðhræðsu og einlægni.

Þú getur notað bláan til að kynna vörur tengdar hreinlæti (vatnssíur, hreynsivökvar, vodki), loft og himininn (flugfélög, flugvellir, loftræstingar), vatn og sjó (sjóferðir, bergvatn). Andstætt tilfinningalega heitum litum eins og rauðum, appelsínugulum og gulum er blár tengdur meðvitund og gáfum. Notaðu bláan til að gefa nákvæmni til kynna við kynningar á hátæknivörum.

Blár er samkvæmt rannsóknum karlmannlegur litur og er vel tekið meðal karlmanna.   Dökkblár er tengdur dýpt, sérfræðikunnáttu og stöðugleika; hann er í hávegum hafður meðal viðskiptaveldisins í Bandaríkjunum.

Forðastu að nota bláan í auglýsingar á matvælum og eldamennsku þar sem að hann bælir niður matarlyst. Þegar hann er notaðum með heitum litum eins og gulum eða rauðum getur blár skapað líflegar hannanir sem hitta beint í mark; til dæmis er blár-gulur-rauður frábær litablanda fyrir ofurhetju.

Ljósblár er tengdur við heilsu, lækningar, kyrrð, skilning og mýkt.
Dökkblár stendur fyrir þekkingu, völd, heilindi og alvarleika.

Fjólublár

Fjólublár blandar saman stöðugleika blás og orku rauðs. Fjólublár er tengdur við kóngafólk. Hann merkir völd, aðalmennsku, munað og metnað. Hann lýsir auðæfum og óhófi. Fjólublár er tengdur við vísidóm, sjálfsvirðingu, sjálfstæði, sköpunargáfu, dulúð og galdra.

Samkvæmt könnunum kjósa nær 75 prósent barna undir kynþroska fólubláan umfram aðra liti. Fjólublár er einnig mjög fágætur litur úti í náttúrunni; sumum þykir hann vera gerfilegur.

Ljós-fjólublár er góður valkostur fyrir kvennlegar hannanir. Þú getur notað fjólubláann til að kynna barnavörur.

Ljós-fjólublár vekur upp rómantískar tilfinningar og fortíðarþrá.
Dökk-fjólublár vekur upp drunga og dapurlegar tilfinningar. Hann getur valdið gremju.

Hvítur

Hvítur er tengdur við ljós, góðleika, sakleysi, flekkleysi og meydóm. Hann er talinn vera litur fullkomnunar.

Hvítur þýðir öryggi, flekkleysi og hreinleiki. Andstætt svörtum hefur hvítur yfirleitt jákvæðar aukamerkingar. Hvítur getur staðið fyrir árangurríkri byrjun. Í skjaldamerkjafræði sýnir hvítur fram á trúrækni og flekkleysi.

Í auglýsingum er hvítur tengdur við kælingu og hreinlæti þar sem hann er litur snjósins. Þú getur notað hvítan til að gefa til kynna einfaldleika í hátæknivörum. Hvítur er mjög viðeigandi litur fyrir góðgerðasamtök; engla eru yfirleitt hugsaðir sem verur klæddar hvítum klæðnaði. Hvítur er tengdur við spítala, lækna og sótthreinsun þannig að þú getur notað hann við kynningar á lyfjavörum. Hvítur er oft tengdur við þyngdarlosandi og fitusnauðan mat sem og mjólkurafurðir.

Svartur

Svartur er tengdur við völd, glæsileika, formsatriði, dauða, illsku og dulúð.

Svartur er dularfullur litur tengdur við ótta og hið óþekkta (smbr. Svarthol). Hann hefur yfirleitt neikvæðar aukamerkingar (svartur listi, svartur húmor, „svartidauði“). Svartur merkir styrk og yfirvald; hann er hugsaður sem mjög formlegur, glæsilegur og virðingarmikill litur (svart bindi, svartur Mercedes bíll). Í skjaldamerkjafræði er svartur merki hryggðar.

Svartur skapar tilfinningu samhengis og dýptar, en svartur bakgrunnur minnkar lesleika. Svartur klæðnaður lætur þig virðast mjórri. Við hönnun á sýningu fyrir list eða ljósmyndir getur þú notað svartan bakgrunn til að láta hina litina standa út. Svartur myndar góða andstæðu við bjarta liti. Í samblandi við rauðan og gulan – aðra mjög kraftmikla liti – myndar svartur mjög ágenga litablöndu.

Heimildir:

Unnið úr námsefni Jóhönnu Jakobsdóttur kennara