Litahringurinn

 

Grunnlitirnir eru þrír, gulur, rauður og blár.

Með litahring má á einfaldan hátt sýna uppruna lita og hvernig aðrir litir verða til með því að blanda litum saman. Frumlitirnir eru þrír: rauður, blár og gulur. Afleiddu-litirnir eða milli-litirnir eru einnig þrír og eru staðsettir á miðja vegu á milli frumlitanna á litahringnum.  Allir litir eru búnir til úr frumlitunum nema svartur og hvítur sem strangt til tekið teljast ekki litir.

Litahringurinn eykur einnig skilning á fleiri atriðum. Í frumlitunum rauðum, bláum og gulum eru engir undirtónar, en kalla fram hreina  tilfinningu. Rauður kallar fram hita (eld), blár kallar fram kulda (sjór) og guli liturinn kallar fram hlýju (sólskin). Litahringurinn er samsettur úr frumlitunum þremur.  Sérstaða frumlitanna þriggja er að þá er ekki hægt að blanda úr öðrum litum.

Millilitirnir eru appelsínugulur, grænn og fjólublár, til þess að fá millilitina eru grunnlitunum blandað saman.

Afleiddu-litirnir (millilitirnir) eru búnir til úr jöfnum hlutföllum tveggja frumlita þar sem annar er ýmist heitur eða kaldur og kalla því á misjafna upplifun. Fjólublár og grænn eru blandaðir úr heitum og köldum en appelsínugulur er blandaður úr tveimur heitum frumlitum og er því eingöngu skynjaður sem heitur litur.

Til þess að fá appelsínugulan lit þá er rauðum og gulum blandað saman

Til þess að fá grænan lit þá er bláum og gulum blandað saman.

Til þess að fá fjólubláan lit þá er bláum og rauðum blandað saman.

Skyldir litir eru þeir litir sem standa nálægt hver öðrum á litahringnum og eru blandaðir úr litum sem eru sitthvoru megin við þá í litahringnum og eru náskyldir og stundum kallaðir blóðskyldir litir, en þeir geta verið sami liturinn með mismunandi styrkleika eða litbrigðum.

Heitir litir eru þeim megin á litahringnum sem rauði frumliturinn er. Kaldir litir eru aftur á móti þar sem blái frumliturinn er.

Sótt af http://is.wikibooks.org/wiki/Litahringur#Litahringur