RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Persuasive computer games – serious games

Dana Ruggiero in Iceland

Dr. Dana Ruggieri senior lecturer við Bath Spa University í Bretlandi heldur erindi á málstofu RANNUM um Persuasive computer games – serious games: Design and effects of play on motivation and engagement. Stefnt er að því að senda út á http://frea.adobeconnect.com/ut

Staðsetning: K208, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð

Tími: kl. 15:30-16:30, 22. apríl 2013

Forritunarkennsla

Málstofa RANNUM í stofu E303, aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð
kl. 15:30-17 6.12.2012

Málstofustjóri: Torfi Hjartarson

Dagskrá – drög

15:30 Tölvunarfræðinám í Háskóla ÍslandsUpptaka
Snorri Agnarsson prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Lýst verður þróun nemendafjölda í tölvunarfræði við HÍ, hvernig nemendum hefur reitt af í námi, hve mikið brottfall hefur verið á fyrsta ári og hvernig kynjahlutföll hafa þróast. Rætt verður um undirbúning nemenda og hvernig hugsanlegaværi hægt að bæta hann.

15:50 Forritunarkennsla í grunnskólum ReykjavíkurUpptaka
Flosi Kristjánsson verkefnastjóri við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS)
Sagt verður frá stöðu forritunarkennslu í grunnskólum Reykjavíkur (könnun Rannsóknar- og tölfræðiþjónustu SFS) og vinnu starfshóps sem vinnur að því að móta tillögur um það hvernig efla megi kennslu í forritun í grunnskólum.

16:10 FFF- Forritun í fortíð og framtíð – Upptaka af erindi og umræða um það og fyrri framlögin

Sigurður Fjalar Jónsson formaður 3f – félags um upplýsingatækni og menntun (3f – stóð upphaflega fyrir Félag forritara í fræðslugeiranum)
Skoðaður verður hlutur forritunar í námskrám grunn- og framhaldsskóla og horft til framtíðar.

16:30 Umræða

Forritun með börnum og ungu fólki

Málstofa RANNUM í stofu E301, aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð
22.11. kl. 15-17 22.11.2012

Málstofustjóri: Torfi Hjartarson

Dagskrá

15:00 Forrit.net – forritunarkennsla í dreif/fjarnámiUpptaka
Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri, Fjölbrautaskóla Suðurlands, ragnar@fsu.is
Kynning á fyrirkomulagi forritunarnáms hjá forrit.net sem fer fram staðbundið, í dreifnámi og í fjarnámi. Möguleikar sem þetta opnar fyrir nemendur og skóla verða skoðaðir.

15:20 FLL og MindstormsUpptaka
Jenný Ruth Hrafnsdóttir, framkvæmdastjóri Krumma, jenny@krumma.is
Kynning um gildi FLL (First Lego League) hönnunarkeppninnar en hún miðar að því að vekja áhuga grunnskólanema á tæknihönnun og forritun. Jafnframt verður Mindstorms kynnt sem er notað í FLL í tæknihönnun og forritun.

15:40 Stígum skrefið – Forritunarkennsla í grunnskólumUpptaka
Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema, rakel@skema.is
Í erindinu verður fjallað um: Áhrif sem forritunarkennsla hefur á börn; hvernig grunnskólar og kennarar geta stigið skrefið (aðferðafræði, tól og tæki); Reynslusögur kennara, nemenda og foreldra

16:00 Forritunarkennsla í 5.bekk í Lágafellsskóla
Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir, kennari Lágafellsskóla, gudruningib@lagafellsskoli.is
Guðrún hafði engan grunn í forritun en fór á námskeið sl. sumar hjá Skema og ákvað í framhaldi að því að kenna forritun.  Hún segir frá reynslu sinni í að kenna 5. bekk forritun og nota Alice.

16:20 Það er leikur að læra ScratchUpptaka
Salvör Gissurardóttir, lektor Menntavísindasvið HÍ, salvor@hi.is og Linda Björg Pétursdóttir, kennari í Hlíðaskóla
Kynning á forritunarmálinu Scratch, námssamfélaginu scratch.mit.edu og hvernig börn geta gert einfalda tölvuleiki, margmiðlunarsögur  og  hannað stýringar með Scratch. Linda segir frá starfi með 9 ára börnum í Hlíðaskóla.

16:40  Umræða og kynning framhaldsmálstofu í desember.

Amy Kaufmann: Mapping Success – Essential Elements of an Effective Online Learning Experience

Amy Kaufmann, prófessor við University of California San Diego – Distance Education flutti erindi á málstofu á vegum RANNUM þriðjudaginn 13. nóvember kl. 15.30-16.30 í stofu H101 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Erindið fjallaði um lykilatriði í hönnun námskeiða á neti, sjá nánar í meðfylgjandi lýsingu en upptöku er hægt að nálgast hér:

An online course is like walking into a foreign land with an entire map laid out, but having no sense of the land’s origin or how to navigate the terrain. How the instructor formats and interacts with the class will ultimately determine the student’s travel experience. The purpose of this presentations to provide an understanding of how the elements of an online course are integrated such that they form a cohesive whole that creates easy travel based upon instructor presence, appropriate feedback, and easy navigation for students.

 

Extended Abstract

A good online course has elements that do not singularly exist, but rather has integrated elements that are part of a fluid, dynamic experience. A good online instructor works to ensure that each element of the course builds upon the course objectives and works in conjunction with one another, rather than as separate pieces. Online courses can be impersonal and flat, or they can be vibrant and robust. The feel of the course and the experience for the student will chiefly rest on the instructor’s ability to provide a succinct, clear, accessible, course with guided direction—in other words, an accessible map made by a mapmaker who serves as the tour guide.

Instructor Presence – The Mapmaker. Instructor presence is vital to create in an online course, because without it, the class becomes an impersonal experience guided only by text and the other electronic medium.

Instructor Feedback – The Tour Guide. Instructor feedback is one of the most vital elements of an online course. It is interesting to note that instructor feedback is also a vital part of the aforementioned instructor presence

Navigation – The Map. Lastly, a map is only as useful as it is accessible. The legend, the key, etc, all must make sense and be relevant if the map is to be useful.

 

Dr. Svava Pétursdóttir

Dr. Svava Pétursdóttir

Svava Pétursdóttir varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Leeds 17.okt. 2012

Svava Pétursdóttir, aðili að RANNUM, varði doktorsritgerð sína „Using information and communication technology in lower secondary science teaching in Iceland“ 17. október sl. við Háskólann í Leeds. Doktorsritgerð Svövu fékk mjög jákvæða umsögn. Prófdómarar sögðu um ritgerðina: „showed tremendous evidence of industry and application and was very readable.  It evidenced a good sense of history and was very interesting with regard to the Icelandic context.  There were some important implications which the examiners felt might actually make a difference to teaching – as an EdD thesis should!“ Hjartanlegar hamingjuóskir Svava – við erum stolt af þér!

Wenger-Trayner; Korsgaard Sorensen: upptökur af erindum

Hér er vísað í upptökur af erindi Etienne og Beverly Wenger-Trayner

Social Learning Spaces in Landscapes of practice 4.október 2012 á ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu á vegum Fræðslumiðstövar atvinnulífsins, NVL (Nordisk Network for Adult Learning), Menntavísindasviðs, RANNUM og Námsbraut um nám fullorðinna

og erindi Elsebeth Korsgaard Sorensen

Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach 1.október 2012 á málstofu RANNUM

Menntakvika – 5.október dagskrá og erindi

Opnun Menntamiðju - Anna Kristín Sigurðardóttir

Opnun Menntamiðju

Hægt er að nálgast dagskrá og upptökur af flestum erindum sem voru haldin á málstofum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun. Boðið var upp á 12 framlög á þremur málstofum.Dagskrá-upptökur

Elsebeth Korsgaard Sorensen: Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach

Dr. Elsebeth Korsgaard Sorensen, prófessor við Háskólann í Árósum, flutti erindi í boði RANNUM 1. október 2012 á málstofu kl. 12-13 í stofu H209 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð.

Titill: Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach.

Glærur: http://skrif.hi.is/rannum/files/2012/10/EKS-Iceland2012.pdf

Lýsing: The talk will identify and address central problematic issues related to design of collaborative learning on the Net. From the perspective that learning is a social and interactive activity between learners, a model for design of netbased learning is presented which enhances collaborative knowledge building between learners and revises the distribution of roles between learner and teacher.

Elsebeth er í samstarfi við fræðimenn við Menntavísindasvið og hlaut nýlega styrk frá Háskóla Íslands úr sjóði Selmu og Kay Langvad.Sjá frétt.

  • Slökkt á athugasemdum við Elsebeth Korsgaard Sorensen: Design of distributed networked learning for intercultural innovation: An open dialogic approach
  • Email to friend
  • Blog it
  • Stay updated

Etienne Wenger og Beverly Trayner: Social learning spaces in landscapes of practice

Etienne og BeverlyRannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun hefur haft frumkvæði að því að bjóða Etienne Wenger og Beverly Trayner til landsins í byrjun október. Þau halda sameiginlegan opinberan fyrirlestur 4.október kl. 11:05-12:05 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Erindið ber heitið: Social learning spaces in landscapes of practice. Þau Beverly og Etienne hafa þróað áhugaverða aðferð við að halda erindi saman þar sem þau leitast við að gera flutninginn lifandi með samtali. Eftir fyrirlesturinn bjóða þau upp á vinnustofu á Hótel Sögu (í salnum Kötlu II) kl. 13:00-15:40. Þar er gefinn kostur á að kynnast hugmyndum þeirra betur og ræða við þau. Mikill ávinningur er að kynnast kenningum um starfssamfélög og hugmyndum um notkun samfélagsmiðla í því samhengi. Þær fjalla um hvernig beita má samvinnu á markvissan hátt til að byggja upp þekkingu innan fyrirtækja, stofnana og samtaka og dreifa henni. Þessar hugmyndir hafa mikið hagnýtt gildi í tengslum við starfsþróun, nám og kennslu og hljóta að eiga erindi til fjölmargra hópa og einstaklinga innan Háskóla Íslands og utan. Ókeypis er að sækja erindið og vinnustofurnar sem eru hluti af ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu sem haldin er í samvinnu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, NVL (Nordic Network for Adult Education) og Menntavísindasviðs.  Nánari upplýsingar.

Ross J. Todd: Upplýsinga- og miðlalæsi í þverfaglegu samstarfi við upplýsingaver grunnskóla

Erindi 27. september kl. 14.00-16.00 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – Bratta
Dr. Ross J. Todd dósent við Rutgers University í New Jersey er mörgum að góðu kunnur en hann hefur verið vinsæll fyrirlesari á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og afar ötull á sviði rannsókna og skrifa. Hann hefur lengi unnið að málum skólasafna, ekki bara í Bandaríkjunum heldur víða um heim, og hefur ekki síst beint sjónum að því hvernig gera megi skólasafnið sem upplýsingaver að hjarta skólans. Todd mun flytja erindi á Landsfundi Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi dagana 27.–28. september. Sýn hans á upplýsinga- og miðlalæsi er mjög í takt við nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og grunnþætti menntunar. Málstofan er einkum ætluð skólafólki, skólastjórnendum, kennurum í grunn- og framhaldsskóla, kennaranemum og öllum þeim sem koma að menntun barna á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Aðgangur er ókeypis en hægt er að skrá sig til þátttöku.

RANNUM, rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Félag fagfólks á skólasöfnum
3f,  Félag um upplýsingatækni og menntun

Page 4 of 9:« First« 1 2 3 4 5 6 7 »Last »