RANNUM Menntavísindasviði Háskóla Íslands

SAFT málþing 10.feb. kl. 14.30 um rafrænt einelti

Vakin er athygli á málþingi SAFT í Skriðu í HÍ-menntavísindasviði í Stakkahlíð, sjá upplýsingar á http://www.saft.is, útsending frá þinginu verður á http://sjonvarp.khi.is

Fundur 11. febrúar kl. 17-18.30

Fundur stofnaðila RANNUM verður haldinn 11. febrúar kl. 17 – 18.30 í húsi Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð – í stofu K207. Helstu dagskrárliðir eru tilnefning stjórnar RANNUM og kynning og umræða um starf og verkefni stofunnar þar á meðal aðild að verkefninu Þróun starfshátta í grunnskólum.

RANNÍS styrkur: Starfshættir í grunnskólum

Rannís hefur veitt tæplega 6 milljón króna styrk til verkefnisins: Starfshættir í grunnskólum sem Gerður Óskarsdóttir mun stýra. RANNUM er meðumsækjandi fyrir verkefnið og mun koma að því. Markmið verkefnisins er að veita yfirsýn yfir núverandi starfshætti í íslenskum grunnskólum, með áherslu á þróun í átt til náms við hæfi hvers og eins. Niðurstöður skapi undirstöðu fyrir þróunarstarf á vegum sveitarfélaga og einstakra skóla til að auka gæði og árangur námsins, undir handleiðslu rannsóknarhópsins. Niðurstöður myndi gagnabanka fyrir langtímarannsókn. Þá mun líkan um þróun starfshátta í grunnskólum verða þannig úr garði gert að það gagnist skólum sem best við sjálfsmat og sem rammi um umbótastarf. Meðal rannsóknarspurninga eru:

1. Með hvaða hætti hefur starfsfólk skóla lagað nám og kennslu að breytingum í samfélaginu, þ.e. hvernig er skólinn sem varð til í iðnaðarsamfélaginu að breytast og laga sig að upplýsinga- og þekkingarsamfélaginu/sköpunarsamfélaginu?

Hringborðsumræður, fö 24.10. kl. 15.15 á málþinginu Listin að læra

Rannsóknarstofa – kynning á málþinginu Listin að læra

Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun stendur fyrir hringborðsumræðum á málþingi menntavísindasviðsins – Listin að læra föstudag 24.okt. í stofu H208 kl. 15.15-16.45. Gert er ráð fyrir eftirfarandi dagskrá í stórum dráttum.

Sólveig Jakobsdóttir: Kynning á rannsóknarstofu, markmiðum, stofnaðilum, vef… (5 mín.)

Doktorsverkefni nokkurra stofnaðila: Þuríður Jóhannsdóttir (fjarnám), Gréta Björk Guðmundsdóttir (stafræn gjá og tungumál, tölvunotkun í S-Afríku), Salvör Gissurardóttir (samvinna á Neti og opið aðgengi) (15-20 mín.)

Ýmis önnur verkefni í deiglunni hjá stofnaðilum: Jón Jónasson (fjarkennsla við KHÍ/menntavísindasvið), Sólveig Jakobsdóttir (fjarkennsla á framhaldsskólastigi) (10 mín)+ ef fleiri vilja taka til máls…

Markvís áætlunin og nýjar verkefnisáætlanir/styrkumsóknir: Sólveig Jakobsdóttir (UT-færni á grunnskólastigi) (10-15 mín.)+ ef fleiri vilja greina frá umsóknum um ný verkefni

Umræður – opið fyrir ef fleiri vilja tala um verkefni og/eða þarfir á rannsóknar-/þróunarstarfi á vettvangi. (30 mín.)

Fundur 2.sept. kl. 15-18, stofu K207 Stakkahlíð

RANNUM og Markvís, fundarboð 2.september kl. 15-17.30/18.00

Boðað er til fundar í RANNUM þriðjudaginn 2. september, kl. 15-17.30 (eða 18) í stofu K207 (Kletti hæð fyrir ofan kennarastofu) í Stakkahlíðinni. Á fundinum er eftirfarandi dagskrá:

1. Myndun stjórnar RANNUM og/eða stjórnar rannsóknarklasa fyrir Markvís.

Stjórnin verður væntanlega í forsvari fyrir að fullgera tillögu að rannsóknarsklasa í Markvís áætlun og velja verkefnistillögu(r) klasans. Þessum tillögum þarf að skila fyrir 7.sept. ef við viljum að það verði hugsanlega tekið með inn í Markvís áætlunina.

2. Kynning á Markvís áætluninni

3. Hugmyndir að verkefnum rannsóknarklasa.

Nokkrar hugmyndir sem þegar eru komnar fram verða kynntar í stórum dráttum og kallað eftir öðrum sem ekki hafa verið kynntar.

4. Hópavinna

Stjórn og verkefnishópar ræða innbyrðis sín á milli. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í að þróa hverja verkefnatillögu fyrir sig ræða saman og ákveða framhaldið bæði varðandi skil á tillögum og hugsanlegum styrkumsóknum fyrir hvert verkefni.

5. Önnur mál.

Gott væri ef þið yrðuð búin að kynna ykkur þau gögn sem sett hafa verið inn hér á Moodle (http://moodle.khi.is) , ekki síst Markvís áætlunardrögin og rammana og viðmiðin fyrir rannsóknarklasana og verkefnin.

Þau sem ekki geta mætt á staðinn, látið vita soljak@khi.is, 663-7561, getið hugsanlega verið í Skype sambandi við einstaklinga á fundinum.

Stofnfundur 25.júní kl. 11

Stofnfundur rannsóknarstofu í Upplýsingatækni og miðlun var haldinn í dag 25.júní kl. 11. í stofu H001. Yfir 20 manns mættu á fundinn, þar á meðal stór hluti stofnaðila (sjá Rannsakendur hér á vefnum). Gert er ráð fyrir framhaldsstofnfundi í ágúst.

Markmið:
Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun. Upplýsingatæknibyltingin hefur valdið gríðarlegum breytingum sem móta störf og lífsstíl fólks og hvergi sér fyrir endann á. Áhrif á nám og skólastarf hafa einnig verið töluverð. Innlendar og erlendar rannsóknir benda til að tölvuvæðing grunnskóla sé langt komin hér á landi en nýting upplýsingatækninnar mun síður. Mikil þróun hefur engu að síður átt sér stað í fjarnámi og -kennslu, ekki síst í kennaramenntun og á framhaldsskólastiginu. Kortleggja þarf þróun í nýtingu upplýsingatækni á öllum skólastigum, kanna m.a. áhrif hennar á uppeldi og skólastarf, kennara og nemendur, hvernig efla má færni nemenda og kennara á sviðinu, skoða möguleika og tálma sem í tækninni felast og þau vandamál sem henni geta fylgt. Brýnt er að bæta og auka samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hvað varðar rannsóknir og þekkingarmiðlun. Einnig þarf að efla samstarf um nýsköpun, þróun og mat, t.d. á stafrænu námsefni og fræðsluefni fyrirtækja, stofnana og safna, afþreyingarefni eða leikjum, búnaði sem stuðlar að tæknilæsi á meðal barna og unglinga og margvíslegum hugbúnaði til skráningar, samskipta og miðlunar. Rannsóknarstofan stefnir að því að skoða þarfir og safna hugmyndum að rannsóknum og þróunarverkefnum á vettvangi. Sett verður fram áætlun sem felur í sér þjálfun háskólanema og ungs vísindafólks í nánu samstarfi við skóla og atvinnulíf. Stefnt er að öflugu samstarfi innlendra og erlendra aðila af mismunandi fræðasviðum.

Page 9 of 9:« First« 6 7 8 9