Titilsætið

 [höfundarsætið]. [tímasætið]. [titilsætið]. [útgáfusætið]. [vefsætið].

Titilsætið veitir upplýsingar um titil og gerð heimildar. Titilsætið getur bæði verið óskipt og skipt.

Óskipt titilsæti

Með óskiptu titilsæti er átt við að skráð sé verk í heild (t.d. skáldsaga) en ekki sé skráð verk sem er hluti af stærri heild (t.d. grein í greinasafni). Titill heildarverksins er skáletraður. Hér að neðan er titill bókar tekið sem dæmi um óskipt titilsæti.

Finnegan, R. (2011). Why do we quote? The culture and history of quotation. Sótt af http://www.openbookpublishers.com/reader/75

Skipt titilsæti

Með skiptu titilsæti er átt við titilsætið sé í tvennu lagi. Í fyrri hluta titilsætis er skráður sá hluti heildarverks sem notaður er í ritsmíðinni (t.d. grein úr greinasafni) en í seinni hluta titilsætis er skráður titill heildarverksins (t.d. titill greinasafnsins þaðan sem greinin er fengin).

Fyrri hluti skipts titilsætis er ekki skáletraður. Þetta getur til dæmis verið grein í tímariti eða dagblaði, vefsíða, lag eða ljóð. Síðari hluti skipts titilsætis er skáletraður enda er um heildarverk að ræða

Dockett, S., Einarsdottir, J. og Perry, B. (2009). Researching with children: Ethical tensions. Journal of Early Childhood Research, 7(3), 283–298. doi:10.1177/1476718X09336971


Hvernig skal skrá titil?

Að jafnaði skal skrá titil í heild eins og hann er á titilsíðu verks (ekki á forsíðu eða kápu), bæði yfir- og undirtitil. Á milli yfir- og undirtitils skal vera tvípunktur og eitt stafbil á eftir. Á eftir tvípunkti skal vera hástafur. Sjá nánar um hástafi í enskum titlum hér.

Ýmsar upplýsingar um heimildina eru skráðar í titilsætið, nöfn ritstjóra, blaðsíðutöl og fleira. Athugið að titlar heimilda af vef og stjórnsýslu eru nær aldrei skáletraðar.


Titlar efnis í tímaritum og fjölmiðlum
Titlar bóka
Titlar kafla í ritstýrðum bókum
Titlar orðabóka og uppflettirita
Titlar ritraða
Titlar skýrslna, samantekta og smárita
Titlar efnis á vef