Viðbótarupplýsingar í titilsæti

Viðbótarupplýsingar um gerð heimildar

Ef titill gefur ekki ótvíræðar upplýsingar eða heimild er á einhvern hátt sérstök, þarf að útskýra um hvers konar heimild er að ræða (tegund heimildar). Þetta á til dæmis við um ritdóm, geisladisk, pdf-skjal og ljósrit svo dæmi séu nefnd.

Þessar upplýsingar eru settar í titilsæti, strax á eftir titli og eru óskáletraðar innan hornklofa.

Atli Bollason. (2012). Sögusagnir [ritdómur um bókina Bónusstelpan eftir Rögnu Sigurðardóttur]. Tímarit Máls og menningar, 73(2), 134–137.

Lightfoot, F. (2010). The favorite child [hljóðbók]. London: Hodder and Stroughton.

Lýðheilsustöð. (2009). Ráðleggingar um mataræði og næringarefni: fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.


Viðbótarupplýsingar um síðari útgáfur

Ef ekki er um frumútgáfu að ræða má geta þess að um síðari útgáfu sé að ræða og ef sérstaklega er tekið fram í heimild að útgáfan feli í sér mikla endurskoðun, má geta þess.

Upplýsingar um númer útgáfu eru í titilsæti, strax á eftir titli verks, og eru óskáletraðar innan sviga.

Gestur Guðmundsson. (2012). Félagsfræði menntunar: Kenningar, hugtök, rannsóknir og sögulegt samhengi (2. útgáfa). Reykjavík: Skrudda.

Hecht, T. (1998). At home in the street (10. útgáfa). New York: Cambridge University Press.

Vilhjálmur Árnason. (2003). Siðfræði lífs og dauða: Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu (2. útgáfa, aukin og endurbætt). Reykjavík: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan.


Viðbótarupplýsingar um þýddar bækur

Ef um þýdda bók er að ræða er nafn þýðanda innan sviga strax á eftir titli.

Dewey, J. (2000). Reynsla og menntun (Gunnar Ragnarsson þýddi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (frumútgáfa 1938).


Viðbótarupplýsingar um titla lokaritgerða

Við skráningu lokaritgerða frá háskólum skal geta þess innan sviga á eftir titli um hvers konar ritgerð er að ræða. Þær upplýsingar eru ekki skáletraðar.

Aðalsteinn Snorrason. (2011). Ímynd Íslands í Bandaríkjunum. Saman-burður þjóðfélagshópa (óútgefin meistararitgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík.