Ritstýrðar bækur og safnrit

Snið A: Prentuð ritstýrð bók
Nafn ritstjóra (ritstjóri). (útgáfuár). Titill bókar. Útgáfustaður: Útgefandi.

Snið B: Rafræn ritstýrð bók með DOI-númer
Nafn ritstjóra (ritstjóri). (ártal). Titill bókar. doi:xxxx

Snið C: Rafræn ritstýrð bók með vefslóð
Nafn ritstjóra (ritstjóri). (ártal). Titill bókar. Sótt af www.xx

Safnrit eru skráð í heimildaskrá á sama hátt og ritstýrðar bækur. Hluti úr safnriti á sama hátt og efni í ritstýrðum bókum.


Heimildaskrá

Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (önnuðust útgáfu). (1954). Sagnir frá seinni öldum. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II. Reykjavík: Þjóðsaga.

Gold, M. (ritstjóri). (1999). A Kurt Lewin reader: The complete social scientist. Washington: American Psychological Association.

Guðni Elísson (ritstjóri). (1999). Heimur kvikmyndanna. Reykjavík: Forlagið.

Humphreys, C. og Stanley, N. (ritstjórar). (2006). Domestic violence and child protection. London: Jessica Kingsley.

Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstjóri). (2011). Handbók um íslensku. Reykjavík: JPV útgáfa.


Tilvísanir

(Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson, 1954) eða Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson (1954)
(Gold, 1999) eða Gold (1999)
(Guðni Elísson, 1999) eða Guðni Elísson (1999)
(Humphreys og Stanley, 2006) eða Humphreys og Stanley (2006)
(Jóhannes B. Sigtryggsson, 2011) eða Jóhannes B. Sigtryggsson (2011)


Efni í ritstýrðum bókum
Erindi í ráðstefnuriti